Morðtilraun gegn stuðningsmanni Liverpool

Stuðningsmenn Liverpool á Anfield í gærkvöldi.
Stuðningsmenn Liverpool á Anfield í gærkvöldi. AFP

Tveir áhangendur ítalska knattspyrnuliðsins Roma sem fylgdu liðinu til Englands fyrir leik liðsins gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eru í haldi lögreglu eftir að hafa gengið í skrokk á stuðningsmanni Liverpool fyrir leik liðanna í gær.

Ráðist var á hinn 53 ára gamli Sean Cox fyrir leikinn í gær fyrir utan krá nálægt Anfield, heimavelli Liverpool. Liggur hann nú afar þungt haldinn á sjúkrahúsi með alvarlega höfuðáverka.

Ítölsku stuðningsmennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu eru 20 ára og 29 ára gamlir, en þeim er haldið vegna tilraunar til manndráps. Þá eru fleiri í haldi lögreglu, stuðningsmenn beggja liða, vegna óláta fyrir leikinn í gær sem Liverpool vann 5:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert