Vill kaupa Wembley-leikvanginn

Wembley-leikvangurinn í Lundúnum.
Wembley-leikvangurinn í Lundúnum. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að því hafi borist tilboð í kaup á Wembley-leikvanginum.

Það er Shahid Khan, eigandi enska B-deildarliðsins Fulham og eigandi Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni, sem hefur gert tilboðið í Wembley sem talið er hljóða upp á 800 milljónir punda en sú upphæð jafngildir 113 milljörðum íslenskra króna.

Viðræður eru farnar af stað á milli enska knattspyrnusambandsins og Khan en reiknað er með því að enska landsliðið haldi áfram að spila meirihlutann af leikjum sínum á Wembley og að höfuðstöðvar enska knattspyrnusambandsins verði áfram á leikvanginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert