Fjórða mark Andra Rúnars (myndskeið)

Andri Rúnar Bjarnason í búningi Helsingborgar.
Andri Rúnar Bjarnason í búningi Helsingborgar. Ljósmynd/Helsingborg


Andri Rúnar Bjarnason hefur farið vel af stað með liði Helsingborg í sænsku B-deildinni í knattspyrnu.

Andri Rúnar, sem varð markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, skoraði mark Helsinborg í 1:1 jafntefli á útivelli gegn Landskrona í gær og hefur þar með skorað 4 mörk í fyrstu sex leikjunum í deildinni en mark hans má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is