Iniesta orðinn liðsmaður Vissel Kobe

Andres Iniesta, t.h., tekur við keppnispeysu Vissel Kobe-liðsins úr hendi …
Andres Iniesta, t.h., tekur við keppnispeysu Vissel Kobe-liðsins úr hendi Hiroshi Mikitani, eiganda liðsins, á blaðamannafundi í Tókíó í morgun. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Andres Iniesta er orðinn leikmaður japanska liðsins Vissel Kobe. Iniesta  er í Japan og var kynntur til sögunnar hjá félaginu í morgun þar sem hann tók m.a. við keppnispeysu liðsins úr hendi eiganda félagsins, Hiroshi Mikitani. 

„Ég er í sjöunda himni yfir að tilkynna að Andres Iniesta hefur skrifað undir samning við Vissel Kobe eftir að hafa átt ævintýralegan feril með Barcelona,“ sagði Mikitani. 

Meðal samherja Iniesta verður Þjóðverjinn Lukas Podolski. 

Iniesta lék sinn síðasta leik á löngum og sigursælum ferli með Barcelona um síðustu helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert