Lenglet gerði fimm ára samning við Barcelona

Clement Lenglet.
Clement Lenglet. AFP

Spánarmeistarar Barcelona hafa gengið frá kaupum á franska miðjumanninum Clement Lenglet frá spænska liðinu Sevilla.

Lenglet, sem er 23 ára gamall, skrifaði undir fimm ára samning við Katalóníuliðið eftir að hafa spilað eina leiktíð með Sevilla en þar áður lék hann með franska liðinu Nancy sem hann er uppalinn hjá.

Barcelona þurfti að greiða Sevilla 36 milljónir evra til að fá Lenglet leystan undan samningi. Hann á að baki 10 leiki með franska U-21 árs landsliðinu

mbl.is