Ísland í úrslit Norðurlandamótsins

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U16 ára landslið Íslands í fótbolta tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik Norðurlandamótsins er liðið vann Noreg, 2:1, en leikið er í Færeyjum. 

Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristall Máni Ingason skoruðu mörk Íslands snemma í síðari hálfleik. Ísak lagði upp markið á Kristal og öfugt og nægðu mörkin til sigurs, þótt Noregur hafi minnkað muninn í fyrri hálfleik. 

Ísland mætir Finnlandi í úrslitaleik næstkomandi laugardag kl. 14. 

mbl.is