Coutinho fékk sjöuna hjá Barcelona

Philippe Coutinho mun klæðast treyju númer sjö hjá Barcelona á ...
Philippe Coutinho mun klæðast treyju númer sjö hjá Barcelona á næstu leiktíð. Ljósmynd/FC Barcelona

Philippe Coutinho, sóknarmaður spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, skipti um númer hjá félaginu í gær. Coutinho kom til Barcelona frá Liverpool í janúarglugganum síðasta en spænska félagið borgaði rúmlega 140 milljónir punda fyrir leikmanninn. 

Coutinho fékk úthlutað treyju númer 14 hjá félaginu en hann breytti til í gær eins og áður sagði og mun spila í treyju númer sjö hjá félaginu á næstu leiktíð. Coutinho lék í treyju númer 10 hjá Liverpool þegar hann spilaði á Englandi, en Lionel Messi leikur í treyju númer 10 hjá Barcelona og því ólíklegt að hann væri að fá það númer.

Þá leikur hann í treyju númer 11 hjá brasilíska landsliðinu en Ousmane Dembélé leikur í treyju númer 11 hjá Barcelona. Demblélé kom til Barcelona síðasta sumar frá Borussia Dortmund fyrir 115 milljónir evra og er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins, á eftir Coutinho.

mbl.is