Elías Már í hollensku úrvalsdeildina

Elías Már Ómarsson er á leiðinni til Hollands.
Elías Már Ómarsson er á leiðinni til Hollands.

Knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson er á leiðinni í hollenska A-deildarfélagið Excelsior frá Gautaborg í Svíþjóð. Hollenska félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Hann skrifar undir þriggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. 

Elías lék 76 leiki fyrir Gautaborg og skoraði í þeim 26 mörk, þar af átta á þessari leiktíð. Ögmundur Kristinsson lék með Excelsior á síðustu leiktíð. 

Keflvíkingurinn hefur einnig spilað með Vålerenga í Noregi og hefur hann níu sinnum leikið með A-landsliði Íslands. Excelsior hafnaði í ellefta sæti hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð. 

Þar með leika tveir Íslendingar með Excelsior á komandi tímabili en félagið fékk Mikael Anderson, leikmann 21-árs landsliðs Íslands, lánaðan frá dönsku meisturunum Midtjylland. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er hinsvegar nýfarinn frá Excelsior til Larissa í Grikklandi.

mbl.is