Andri Rúnar skoraði í Íslendingaslag

Andri Rúnar Bjarnason í búningi Helsingborgar.
Andri Rúnar Bjarnason í búningi Helsingborgar. Ljósmynd/Helsingborg

Andri Rúnar Bjarnason var á skotskónum fyrir Helsingborg í 2:0-sigri á Landskrona í sænsku B-deildinni í knattspyrnu.

Andri var í byrjunarliði Helsingborg og spilaði í 74. mínútur en hann kom heimamönnum í 1:0 á 24. mínútu með áttunda deildarmarki sínu á tímabilinu. Rasmus Jonsson innsiglaði svo sigurinn með öðru marki á 59. mínútu en Alfons Sampsted lék allan leikinn sem hægri bakvörður Landskrona.

Helsingborg er áfram á toppi deildarinnar með 43 stig, þremur meira en Falkenberg í öðru sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert