„Ég elska þig, mamma“

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Romelu Lukaku, framherji belgíska landsliðsins og Manchester United, tileinkaði móður sinni mörkin tvö sem hann skoraði gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvellinum í kvöld þar sem Belgar fóru með sigur af hólmi, 3:0.

„Allar fórnir sem þú hefur fært fyrir Jordan og mig. Það er bara eðlilegt að ég tileinki þér öll mörk sem ég skora. Ég elska þig, mamma,“ skrifaði Lukaku á instagram-síðu sína eftir leikinn.

Lukaku hefur nú skorað 43 mörk fyrir belgíska landsliðið í 77 leikjum og er hann markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en hann er 25 ára gamall og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum.

<br/><br/>
<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BnmfBYZAnlK/?utm_source=ig_embed_loading" target="_blank">All the sacrifices you made for @jlukaku94 and me. It’s only normal i dedicate every goal to you Love you mommy ❤️</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/romelulukaku/?utm_source=ig_embed_loading" target="_blank"> Romelu Lukaku</a> (@romelulukaku) on Sep 11, 2018 at 2:42pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert