„Ég elska þig, mamma“

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Romelu Lukaku, framherji belgíska landsliðsins og Manchester United, tileinkaði móður sinni mörkin tvö sem hann skoraði gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvellinum í kvöld þar sem Belgar fóru með sigur af hólmi, 3:0.

„Allar fórnir sem þú hefur fært fyrir Jordan og mig. Það er bara eðlilegt að ég tileinki þér öll mörk sem ég skora. Ég elska þig, mamma,“ skrifaði Lukaku á instagram-síðu sína eftir leikinn.

Lukaku hefur nú skorað 43 mörk fyrir belgíska landsliðið í 77 leikjum og er hann markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en hann er 25 ára gamall og spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir átta árum.View this post on Instagram

All the sacrifices you made for @jlukaku94 and me. It’s only normal i dedicate every goal to you Love you mommy ❤️

A post shared by Romelu Lukaku (@romelulukaku) on Sep 11, 2018 at 2:42pm PDT

mbl.is