Bayern og Real Madrid slást um Pavard

Benjamin Pavard í leik með Frökkum gegn Þjóðverjum.
Benjamin Pavard í leik með Frökkum gegn Þjóðverjum. AFP

Evrópumeistarar Real Madrid ásamt þýsku meisturunum í Bayern München vilja fá franska landsliðsbakvörðinn Benjamin Pavard til liðs sig en hann leikur með þýska liðinu Stuttgart.

Þýska blaðið Bild greinir frá því að Real Madrid hafi borið víurnar í Frakkann en fyrirspurnum Madridarliðsins hafi verið hafnað og líklegast er talið að hann fari til Bayern München.

Pavard, sem er 22 ára gamall, sló í gegn með Frökkum á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og skoraði til að mynda stórglæsilegt mark í 4:3 sigri Frakka á móti Argentínumönnum í 16-liða úrslitunum. Parvar og félagar fóru svo alla leið og unnu Króata í úrslitaleiknum.

Pavard á að baki 14 leiki með franska landsliðinu en hann kom til Stuttgart frá franska liðinu Lille fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert