Lukaku í belgíska landsliðshópnum

Romelu Lukaku hefur jafnað sig af meiðslum og mætir Íslandi …
Romelu Lukaku hefur jafnað sig af meiðslum og mætir Íslandi í Brussel 15. nóvember. AFP

Roberto Martínez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Íslandi og Sviss í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA. Romelu Lukaku er í hópnum en óvíst var um þátttöku hans í leikjunum tveimur vegna meiðsla sem hafa haldið honum frá keppni að undanförnu.

Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla, líkt og Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, sem er meiddur á hné. Belgar taka á móti Íslandi í Brussel 15. nóvember næstkomandi og heimsækja svo Luzern í Sviss þann 18. nóvember.

Belger eru með fullt hús stiga í 2. riðli með 6 stig eftir fyrstu tvo leiki sína en sigur gegn Íslandi þann 15. nóvember fer langleiðina með að tryggja þeim efsta sæti riðilsins. Belgíska hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Markmenn: Kpen Casteels, Thibaut Courtois, Simon Mignolet, Matz Sels.

Varnarmenn: Toby Alderweireld, Dedryck Boyata, Jason Denayer, Christian Kabasele, Vincent Kompany, Brandon Mechele.

Miðjumenn: Yannick Carrasco, Timothy Castagne, Nacer Chadli, Thomas Meunier, Dennis Praet, Youri Tielemans, Leander Dendoncker, Alex Witsel.

Sóknarmenn: Eden Hazard, Thorgan Hazard, Adnan Januzaj, Dries Mertens, Hans Vanken, Michy Batshuayi, Romelu Lukaku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert