Þjálfari Emils rekinn

Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. mbl.is/Hari

Ítalska knattspyrnuliðið Frosinone, sem landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson leikur með, rak í morgun þjálfarann Moreno Longo úr starfi.

Hvorki hefur gengið né rekið hjá nýliðunum í ítölsku A-deildinni en liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 16 umferðir.

Félagið greinir frá brottrekstri Longo á vef sínum í dag en ekki kemur fram hver verður eftirmaður hans.

Emil hefur aðeins komið við sögu í sex af 16 leikjum Frosinone en hann er frá keppni vegna meiðsla og gekkst á dögunum undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Ekki er reiknað með því að Emil snúi aftur inn á völlinn fyrr en eftir 3-4 mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert