Ross minnst hjá Val, Villa og Liverpool

Ólafur Jóhannesson þjálfari Valsmanna á spjalli við Ian Ross á …
Ólafur Jóhannesson þjálfari Valsmanna á spjalli við Ian Ross á herrakvöldi Vals fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Valur

Ian Ross, fyrrverandi knattspyrnumanns og þjálfara, hefur verið minnst víða síðustu sólarhringa, hér á landi og á Bretlandseyjum, en hann lést á laugardaginn, 72 ára að aldri.

Ross þjálfaði í sjö ár samfleytt hér á landi á árunum 1984 til 1990, fyrst Valsmenn í fjögur ár þar sem hann vann Íslandsmeistaratitilinn tvívegis, og síðan KR-inga í þrjú ár. Ross sneri aftur til Íslands 1994 og þjálfaði þá lið Keflvíkinga.

Valsmenn halda minningarstund um Ross á fimmtudaginn 14. febrúar klukkan 18 í Friðrikskapellunni á Hlíðarenda og verða með kaffisamsæti í Fjósinu í kjölfarið.

Liverpool minntist Ross í gær með myndrænni kveðju á vef sínum en hann var leikmaður félagsins frá 1963 til 1972. Þar var sérstaklega getið um hæfileika hans til að gæta hættulegustu leikmanna mótherjanna og að Ross hefði fengið viðurnefnið „Skuggi keisarans“ eftir að hann tók Franz Beckenbauer, fyrirliða vesturþýska landsliðsins, úr umferð í viðureign Liverpool og Bayern München í Evrópuleik liðanna árið 1971.

Flaggað er í hálfa stöng á Villa Park í Birmingham og leikmenn Aston Villa bera sorgarbönd í leik gegn Brentford annað kvöld en Ross var fyrirliði Aston Villa þegar liðið vann deildabikarinn 1975 og lék með liðinu í fjögur ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert