Messi hefur reynst enskum liðum erfiður

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Lionel Messi hefur skorað fleiri mörk á móti enskum liðum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en nokkur annar leikmaður en Messi og félagar hans í Barcelona mæta Manchester United í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Takist Barcelona að slá Manchester United úr leik er líklegt að Spánarmeistararnir mæti Liverpool í undanúrslitunum en flestir reikna með því að Liverpool hafi betur í rimmu sinni gegn Porto í átta liða úrslitunum.

Að því er fram kemur í spænska blaðinu Marca fengu leikmenn Barcelona ósk sína uppfyllta en þeir óskuðu sér að dragast á móti Manchester United, liðinu sem þeir unnu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2009 og 2011.

Alls hefur Messi skorað 22 mörk á móti enskum liðum í Meistaradeildinni:

9 - Arsenal
6 - Manchester City
3 - Chelsea
2 - Manchester United
2 - Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert