Aron Einar að tilkynna komu sína til Katar?

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson að sameinast í Katar?
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson að sameinast í Katar? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er að nálgast það að verða lærisveinn Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar ef marka má nýjustu færslu á Twitter-síðu félagsins.

Færslan sem birtist nú fyrir stundu er hljóðbrot þar sem Egill Einarsson virðist vera að keyra upp stemningu á meðal áhorfenda. Myndskeiðið endar svo á því að ónefndur einstaklingur segir:

„Al Arabi, I‘m coming“ eða „Al Arabi, ég er að koma.“ Ef vel er hlustað virðist vera sem rödd Arons Einars heyrist á upptökunni.

Samn­ing­ur Arons við Car­diff renn­ur út í sum­ar en hann hef­ur leikið með velska liðinu frá ár­inu 2011 og hef­ur verið lyk­ilmaður þess und­an­far­in ár. Hann hefur verið sagður ætla að yfirgefa félagið eftir tímabilið og var orðaður bæði við Katar og Sádi-Arabíu fyrr á árinu.

mbl.is