„Kominn yfir þá reiði“

Kolbeinn Sigþórsson á landsliðsæfingu.
Kolbeinn Sigþórsson á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eyðimerkurgöngu Kolbeins Sigþórssonar við vesturströnd Frakklands er nú loksins lokið. Meiðsli og mikið ósætti við forseta Nantes gerðu það að verkum að eftir að hafa verið ein aðalhetja íslenska landsliðsins á EM 2016 spilaði Kolbeinn samtals 180 mínútur á tveimur og hálfu ári fyrir franska liðið en nú er von um bjartari tíð.

Stóru spurningunni hefur þó í raun ekki verið svarað, um það hvort líkami Kolbeins þoli aftur álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður á háu stigi í fótbolta eftir allan þennan tíma. Meiðsli í vinstra hné kostuðu tvær aðgerðir en hátt í tvö ár eru liðin frá seinni aðgerðinni sem heppnaðist vel. Læknisskoðun hjá AIK gekk sömuleiðis vel og Svíþjóðarmeistararnir gerðu í kjölfarið nokkuð langan samning við Kolbein en samningurinn gildir út árið 2021.

„Líkaminn hefur verið mjög góður og ekkert vesen komið upp. Auðvitað hef ég hins vegar ekkert verið að spila og álagið ekki verið mikið á líkamann, svo það er mikilvægt að ég fari varlega af stað og taki ekki áhættu varðandi meiðsli. Hnéð sem ég fór í aðgerð á er mjög gott og ég hef ekkert fundið fyrir því. Ég var skoðaður hjá klúbbnum áður en ég fór í samningsviðræður og það kom allt vel út svo ég hef engar áhyggjur af þessu,“ segir Kolbeinn við Morgunblaðið í gær.

Ítarlegt viðtal við Kolbein má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert