Kjartan kominn yfir hundrað mörkin

Kjartan Henry í leik með Vejle.
Kjartan Henry í leik með Vejle. Ljósmynd/Vejle

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er kominn í hóp þeirra Íslendinga sem hafa skorað 100 mörk í deildakeppni á ferlinum.

Hann náði þeim áfanga með marki fyrir Vejle í leik gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni fyrir skömmu og bætti um betur á sunnudaginn þegar hann gerði eitt marka Vejle í 4:1 sigri á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni en þar fékk lið hans þá mikilvæg stig í botnbaráttu deildarinnar.

Kjartan skoraði 38 mörk fyrir KR í úrvalsdeildinni á sínum tíma og hann hefur nú skorað 63 mörk í deildakeppni í fjórum öðrum löndum. Eitt fyrir Åtvidaberg í Svíþjóð, tíu fyrir Sandefjord í Noregi, eitt fyrir Falkirk í Skotlandi, 48 fyrir Horsens í Danmörku og nú er hann kominn með þrjú mörk fyrir Velje eftir að hafa byrjað að spila með liðinu í febrúarmánuði.

Kjartan lék fyrri hluta tímabilsins með Ferencváros í Ungverjalandi, náði ekki að skora í deildinni en gerði sex mörk í bikarleikjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert