Dembélé með gegn United

Lionel Messi og Ousmane Dembélé.
Lionel Messi og Ousmane Dembélé. AFP

Ousmane Dembélé verður í leikmannahópi Barcelona þegar liðið tekur á móti Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld en hann meiddist í 16-liða úrslitum keppninnar. 

Lionel Messi er einnig leikfær eins og búist hafði verið við. Hann fékk höfuðhögg í fyrri leiknum gegn United og var hvíldur þegar Barcelona lék í spænsku deildinni um helgina. Dembélé var hins vegar með um helgina og er því líklegur til að koma við sögu í leiknum í kvöld. 

Ernesto Valverde tilkynnti fjölmiðlum í gær að leikmennirnir yrðu báðir á skýrslu í kvöld. 

Barcelona er 1:0 eftir sigur í Manchester. Stórliðin Juventus og Ajax mætast einnig í Tórínó en þar er staðan 1:1. 

mbl.is