Albert nýtir tækifærið vel (myndskeið)

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/www.az.nl

Albert Guðmundsson var hetja AZ Alkmaar í gærkvöld þegar liðið sigraði Heracles, 2:1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Albert lék allan leikinn með AZ og skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. Calvin Stengs hafði komið AZ yfir snemma leiks en Brandley Kuwas jafnaði fyrir Heracles rétt fyrir hlé.

Albert hefur þar með skorað þrjú mörk í síðustu þremur leikjum AZ en hann nýtti vel tækifæri sem hann fékk á dögunum eftir langa bekkjarsetu. Hann skoraði tvívegis eftir að hafa komið inná sem varamaður Den Haag og hefur nú verið tvo leiki í röð í byrjunarliðinu.

Mark Alberts má sjá í myndskeiðinu hér að neðan en það kemur eftir þrjár mínútur í spilaranum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »