Chris Coleman fékk ellefu mánuði

Chris Coleman.
Chris Coleman. AFP

Ferill knattspyrnustjórans Chris Colemans hefur verið á niðurleið síðustu árin en hann naut mikillar virðingar eftir frábæran árangur Wales á EM í Frakklandi 2016. 

Coleman hélt til Kína í fyrra til að víkka sjóndeildarhringinn en fékk ekki að spreyta sig nema í ellefu mánuði hjá Hebei China Fortune. Félagið lét hann fara í gær en liðið er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar. 

Reyndar tók Coleman við liðinu í fallbaráttu í fyrra og kom því upp í 6. sæti á síðasta tímabilinu. Á þessu tímabili hefur liðið hins vegar aðeins unnið einn leik af níu. 

Coleman lék af störfum sem landsliðsþjálfari Wales eftir EM 2016 þar sem liðið komst í undanúrslit. Hann tók þá við Sunderland sem fallið hafði úr úrvalsdeildinni. Ekki fór betur en svo að Sunderland féll niður í c-deildina undir hans stjórn í fyrra. 

Áður hefur hann stýrt Fulham, Real Sociedad, Larissa og Coventry. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert