Meiddur Rúnar Alex með tár á hvarmi af velli

Rúnar Alex Rúnarsson meiddist í upphitun.
Rúnar Alex Rúnarsson meiddist í upphitun. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson meiddist í upphitun fyrir lokaleik tímabilsins með Dijon í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld og því allt útlit fyrir að hann missi af landsleikjum Íslands við Albaníu og Tyrkland í undankeppni EM á laugardag og 11. júní.

Rúnar Alex átti að vera í byrjunarliði Dijon eins og í síðustu leikjum en meiddist í upphitun samkvæmt Twitter-síðu franska félagsins. Í frétt Le Bien Public segir að Rúnar Alex hafi yfirgefið grasvöllinn í tárum fyrir leik.

Dijon vann 3:1-sigur á Lens í kvöld, eftir að staðan hafði verið 1:1 í hálfleik, og þar með umspilseinvígi liðanna 4:2. Dijon mun því spila áfram í efstu deild á næstu leiktíð.

mbl.is