Svíþjóð braut Síle í seinni hálfleik

Svíar fagnar fyrsta marki Kosovare Asllani gegn Síle á HM …
Svíar fagnar fyrsta marki Kosovare Asllani gegn Síle á HM kvenna í dag. AFP

Kosovare Asllani og Madelen Janogy reyndust hetjur Svíþjóðar gegn Síle í F-riðli heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi en leiknum lauk með 2:0-sigri sænska liðsins.

Sænska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik og staðan því markalaus í hálfleik. Eftir 70. mínútna leik þurfti að gera talsvert hlé á leiknum vegna mikillar rigningar og var leikurinn stopp í tæplega tuttugu mínútur.

Á 83. mínútu tókst Asllani að koma knettinum í netið eftir mikinn barning í vítateig Síle og Madelen Janogy bætti við öðru marki Svía með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 81. mínútu og þar við sat.

Þetta var fyrsti leikur beggja liða á HM en Síle er að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn. Svíar eru með 3 stig á toppi F-riðils en síðar í dag mætast Bandaríkin og Taíland í seinni leik dagsins í F-riðli.

mbl.is