Birkir til reynslu hjá Íslandsvini

Birkir Heimisson náði að leika með Þór 16 ára gamall …
Birkir Heimisson náði að leika með Þór 16 ára gamall áður en hann fór í atvinnumennsku. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hinn 19 ára gamli miðjumaður Birkir Heimisson frá Akureyri verður til reynslu hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Horsens næstu daga.

Birkir er uppalinn Þórsari en var seldur til hollenska félagsins Heerenveen árið 2016. Hann lék með U19-liði félagsins en hefur nú kvatt það og vill komast að hjá félagi þar sem hann getur spilað „fullorðinsfótbolta eða góðan varaliðsbolta,“ eins og hann orðaði það í samtali við Fótbolta.net fyrir skömmu.

Horsens fór í umspil um að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni en vann þar Vendsyssel 2:1. Þjálfari Horsens er Bo Henriksen sem lék með Val, Fram og ÍBV hér á landi á árunum 2005-2006.

Birk­ir á sam­tals að baki 24 leiki fyr­ir U16, U17 og U19-landslið Íslands.

Birkir í búningi Heerenveen.
Birkir í búningi Heerenveen. Ljósmynd/@birkirheimiss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert