Ítalía reyndist sterkari en Kína

Valentina Giacinti skorar fyrsta mark leiksins.
Valentina Giacinti skorar fyrsta mark leiksins. AFP

Ítalía er komin áfram í átta liða úrslit í annað skiptið í sögunni á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta eftir 2:0-sigur á Kína í Montpellier. 

Valentina Giacinti kom Ítalíu yfir strax á fimmtándu mínútu. Hún hafði skorað stuttu áður en var þá í rangstöðu. Staðan í hálfleik var 1:0, en ítalska liðið var sterkari aðilinn. 

Ítalska liðið hélt áfram að spila vel í seinni hálfleik og Aurora Galli tvöfaldaði forskot Ítalíu á 49. mínútu með skoti utan teigs. Shimeng Peng í marki Kína hefði átt að gera betur.

Kína átti nokkrar ágætar sóknir, en vörn Ítalíu stóð vel. Ítalía mætir annað hvort Hollandi eða Japan í átta liða úrslitunum í Valenciennes á laugardag. 

Ítalía er sjötta Evrópuþjóðin sem fer í átta liða úrslit og takist Hollandi að leggja Japan af velli, verður Bandaríkin eina þjóðin utan Evrópu með fulltrúa í átta liða úrslitunum. 

mbl.is