Samdi til tveggja ára við OB

Teitur Magnússon skrifaði undir tveggja ára samning við OB í …
Teitur Magnússon skrifaði undir tveggja ára samning við OB í dag. Ljósmynd/@Odense_Boldklub

Miðvörðurinn Teitur Magnússon skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið OB en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Teit­ur er aðeins 18 ára gam­all en hann kemur til félagsins frá FH í Hafnar­f­irði þar sem hann er uppalinn.

Teit­ur lék einn leik með FH í úr­vals­deild karla sum­arið 2017 og þá á hann að baki sex­tán lands­leiki fyr­ir yngri landslið Íslands. Hann eyddi hluta síðasta tíma­bils á láni hjá Þrótti í Reykja­vík þar sem hann kom við sögu í sex leikj­um með liðinu og skoraði eitt mark í 1. deild­inni.

„Þetta er stór klúbbur með mikla sögu og ég vil vera hluti af þeirri sögu,“ sagði Teitur í samtali við heimasíðu félagsins. „Leikstíll liðsins hentar mér vel því ég er stór leikmaður sem vil vera með boltann. Veðrið hérna er svipað á Íslandi, nema aðeins betra,“ sagði Teitur.

OB frá Óðinsvé­um hef­ur í þrígang orðið dansk­ur meist­ari en liðið endaði í fimmta sæti dönsku úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð. Teit­ur æfði með OB fyrr á ár­inu en nokk­ur er­lend lið hafa fylgst með fram­gangi mála hjá þess­um efni­lega leik­manni, þar á meðal Parma og Stutt­g­art.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert