Stórsigur í fyrsta leik Arons

Aron Jóhannsson í treyju Hammarby.
Aron Jóhannsson í treyju Hammarby.

Framherjinn Aron Jóhannsson spilaði í fyrsta skipti með sænska liðinu Hammarby er liðið vann 5:2-stórsigur á Elfsborg í efstu deild Svíþjóðar í fótbolta í kvöld. 

Aron gekk í raðir Hammarby á dögunum eftir að samningur hans við Werder Bremen rann sitt skeið eftir síðustu leiktíð. Aroni er ætlað að fylla það skarð sem Viðar Örn Kjartansson skildi eftir sig.

Aron byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í stöðunni 5:2. Hammarby er í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 16 leiki. 

mbl.is