Fyrsti leikur Alfreðs í fjóra mánuði

Alfreð Finnbogason er mættur aftur til leiks.
Alfreð Finnbogason er mættur aftur til leiks. AFP

Alfreð Finnbogason lék í fyrsta skipti með Augsburg í rúma fjóra mánuði er liðið gerði 1:1-jafntefli við Union Berlin í 2. umferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag. Alfreð hefur verið frá vegna meiðsla í kálfa. 

Framherjinn byrjaði á varamannabekk Augsburg og lék síðustu tvær mínúturnar auk uppbótartímans. Ruben Vargas kom Augsburg yfir á 59. mínútu en Sebastian Anderson jafnaði á 80. mínútu og þar við sat. 

Augsburg er með eitt stig eftir tvær umferðir. Liðið mætir Werder Bremen á útivelli í 3. umferðinni næstkomandi laugardag. 

mbl.is