Neymar gæti spilað á morgun

Neymar á æfingu PSG í vikunni.
Neymar á æfingu PSG í vikunni. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu með PSG á morgun er liðið mætir Toulouse á heimavelli í 3. umferð frönsku 1. deildarinnar. 

Neymar hefur áhuga á að yfirgefa PSG og eru Real Madríd og Barcelona í hörðum slag um að fá kappann í sínar raðir. Hann hefur því ekki leikið með liðinu á leiktíðinni til þessa, en Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri PSG, segir að breyting gæti orðið þar á. 

Neymar er búinn að æfa með PSG í vikunni, en hann skrópaði á fyrstu æfingum liðsins eftir sumarfrí. „Neymar lítur betur út. Hann er að komast í betra form og hann æfði mjög vel í vikunni,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi. 

„Ef framtíð hans verður komin í ljós á morgun, mun hann spila gegn Toulouse. Það er lítið eftir af félagsskiptaglugganum og hann gæti allt eins verið áfram hjá PSG, við sjáum hvað setur,“ bætti Þjóðverjinn við. 

mbl.is