Turan slapp með skilorðsbundinn dóm

Arda Turan og í baráttu við Theódór Elmar Bjarnason fyrir …
Arda Turan og í baráttu við Theódór Elmar Bjarnason fyrir þremur árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Arda Turan þarf ekki að sitja í fangelsi, þratt fyrir að hafa verið með óleyfi­leg vopn und­ir hönd­um og að hafa ráðist á tyrknesku poppstjörnuna Berkay Sa­hin á næt­ur­klúbbi.

Turan var í dag dæmdur í tveggja ára og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og fer hann ekki á bak við lás og slá nema hann brjóti af sér á næstu fimm árum. 

Sahin nefbrotnaði í áflogum sínum við Turan og mætti knattspyrnumaðurinn á spítalann sem Sahin var fluttur á og skaut úr byssu á jörðina til að ógna honum. 

Turan er samningsbundinn Barcelona en að láni hjá Basakeshir í heimalandinu. Tyrkneska félagið sektaði Turan um 2,5 milljónir líra eða um tæpar 5,5 milljónir króna.

Turan kom til Barcelona fyrir 34 milljónir evra árið 2015 og vann fjóra titla með liðinu og skoraði 15 mörk í 55 leikjum. Hann á 100 landsleiki fyrir Tyrki og í þeim hefur hann skorað 17 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert