Solskjær ánægður með landa sinn

Erling Braut fagnar fyrsta marki sínu í gærkvöld.
Erling Braut fagnar fyrsta marki sínu í gærkvöld. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það hafa verið gaman að sjá sinn gamla lærisvein, Erling Braut Håland, skora þrennu í sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Solskjær þjálfaði Håland um tíma hjá Molde en þessi 19 ára gamli Norðmaður gekk í raðir austurríska liðsins Salzburg í janúar og hefur slegið rækilega í gegn með því. Hann hefur skorað 17 mörk á leiktíðinni og skoraði þrennuna í fyrri hálfleik í 6:2 sigri sinna manna gegn Genk.

„Það var frábært að sjá hann skora mörkin og ég held að allir í Noregi séu mjög spenntir yfir  framþróun leikmannsins,“ sagði Ole Gunnar á fréttamannafundi í þegar hann var hann spurður út í landa sinn.

mbl.is