Arsenal byrjar vel - Íslendingaliðin töpuðu

Arsenal fer vel af stað í Evrópudeildinni.
Arsenal fer vel af stað í Evrópudeildinni. AFP

Arsenal vann góðan 3:0-útisigur á Eintracht Frankfurt í 1. umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í dag. 

Hinn tvítugi Josh Willock kom Arsenal yfir á 38. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks og hinn 18 ára gamli Bukayo Saka bætti við öðru marki á 85. mínútu. Pierre-Emerick Aubameyang gulltryggði sigurinn með þriðja markinu tveimur mínútum síðar. 

Íslendingaliðin fóru ekki vel af stað. Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 86 mínúturnar með Malmö í 0:1-tapi fyrir Dynamo Kíev frá Úkraínu og Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á bekknum hjá Krasnodar sem fékk 0:5-skell gegn Basel á útivelli. 

FC Kaupmannahöfn vann 1:0-heimasigur á Lugano frá Sviss á meðan Rosenborg tapaði á útivelli fyrir Linz frá Austurríki. Þá vann spænska liðið Getafe 1:0-sigur á Trabzonspor og Sevilla vann Qarabag á útivelli, 3:0. 

Úrslitin úr leikjum sem hófust 16:55 í Evrópudeildinni: 

APOEL - Dudelange 3:4
Cluj - Lazio 2:1 
Dynamo Kíev - Malmö 1:0 
Eintracht Frankfurt - Arsenal 0:3
Basel - Krasnodar 5:0
FC Kaupmannahöfn - Lugano 1:0
Getafe - Trabzonspor 1:0
Linz - Rosenborg 1:0
PSV Eindhoven - Sporting 3:2
Qarabag - Sevilla 0:3
Rennes - Celtic 1:1
Standard Liége - Vitória Guimaraes 2:0

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert