Margir flottir gæjar sem að losa mann við stressið

Mikael Anderson í leik með U21 árs landsliðinu.
Mikael Anderson í leik með U21 árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar ég mætti inn í landsliðshópinn var ég alveg vel stressaður og vissi ekki hvernig ég ætti að vera og hvernig allt væri. En eftir einn dag fannst mér ég bara kominn inn í hópinn og hlakkaði til að spila fótbolta,“ segir Mikael Anderson, glaðbeittur og hress eftir sína fyrstu mótsleiki fyrir A-landslið Íslands í fótbolta.

Mikael hefur fetað hratt upp metorðastigann síðustu mánuði og eflaust eru margir sem lítið þekkja til þessa 21 árs gamla, leikna og hæfileikaríka kantmanns, sem ólst upp í Keflavík og Sandgerði. Honum var hent í djúpu laugina þegar hann fékk að spila lokamínúturnar í leiknum mikilvæga við Tyrkland í Istanbúl síðasta fimmtudag, og lagði svo upp mark í sigri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum, gegn Moldóvu í fyrrakvöld.

„Ég er mjög ánægður og stoltur að hafa náð að spila fyrir landsliðið. Þetta er búið að ganga vel og það er létt að komast inn í hópinn. Það eru svo margir flottir gæjar sem að taka vel á móti manni og gera það létt fyrir mann að koma inn. Ég er mjög glaður með þessa ferð og vonandi heldur þetta áfram,“ segir Mikael sem á að baki 13 leiki fyrir U21-landslið Íslands. „Við erum nokkrir [í A-landsliðshópnum] sem þekkjumst úr yngri landsliðunum en þessir reyndari leikmenn eru góðir og vita alveg hvernig þeir eiga að taka á móti ungum leikmönnum sem eru kannski aðeins stressaðir í byrjun,“ segir Mikael. Leikurinn við Tyrki gleymist eflaust seint:

„Þetta voru ógeðslega mikil læti og risastór stund fyrir mig. Ég hef aldrei prófað að spila á velli þar sem eru svona rosaleg læti og stemningin var bara geggjuð. En ég er líka svona leikmaður sem elskar svona stemningu. Ég elska læti og að það sé margt fólk. Það hvetur mig enn frekar áfram,“ segir Mikael.

Sjá allt viðtalið við Mikael á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert