Settur inn á en tekinn af velli stuttu síðar

Hjörtur Hermannsson var tekinn af velli stuttu eftir að hann …
Hjörtur Hermannsson var tekinn af velli stuttu eftir að hann kom inn á. Ljósmynd/Brøndby

Midtjylland vann sterkan 2:1-útisigur á Brøndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland en Hjörtur Hermannsson byrjaði á bekknum hjá Brøndby IF. 

Stjórar beggja liða gerðu breytingu á 76. mínútu. Hjörtur Hermannsson kom inn á hjá Brøndby og Mikael Anderson fór af velli hjá Midtjylland í stöðunni 1:1. Midtjylland skoraði sex mínútum síðar og aðeins mínútu eftir það var Hjörtur aftur tekinn af velli. 

Midtjylland er með 50 stig í toppsætinu eftir 19 leiki, sjö stigum á undan FC Kaupmannahöfn sem er í öðru sæti. Brøndby er í fjórða sæti með 31 stig. 

mbl.is