Skoraði gegn Inter og varð markahæstur

Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen. Ljósmynd/Instagram-síða Andra

Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu, varð markahæsti leikmaður alþjóðlegs móts U18 ára liða á Balí í Indónesíu sem lauk í gær en hann skoraði þá fyrir Real Madrid í 3:1 sigri á Inter Mílanó í úrslitaleik.

Andri hafði áður skorað tvö mörk í 3:1 sigri Real Madrid á úrvalsliði Indónesíu í fyrri umferð mótsins.

Andri, sem er 17 ára gamall, er í stóru hlutverki í U19 ára landsliði Íslands sem er komið í milliriðil Evrópukeppninnar og hefur gert fjögur mörk í fjórtán landsleikjum í þeim aldursflokki.

mbl.is