Hverjir mætast í febrúar og mars?

Manchester City og Chelsea eru bæði í sextán liða úrslitunum.
Manchester City og Chelsea eru bæði í sextán liða úrslitunum. AFP

Dregið verður til sextán liða úrslitanna í Meistaradeild karla í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, í Nyon í Sviss klukkan 11 að íslenskum tíma.

Liðin sextán eru dregin úr tveimur styrkleikaflokkum en liðin sem unnu riðlana eru dregin gegn liðunum sem höfnuðu í öðru sæti og fá fyrrnefndu liðin seinni leikinn á sínum heimavelli.

Lið frá sama landi geta ekki dregist saman og heldur ekki þau sem  voru í sama riðli í riðlakeppninni í vetur.

Í efri styrkleikaflokknum eru þessi lið:

Barcelona, Spáni
Bayern München, Þýskalandi
Juventus, Ítalíu
RB Leipzig, Þýskalandi
Liverpool, Englandi
Manchester City, Englandi
París SG, Frakklandi
Valencia, Spáni

Í neðri styrkleikaflokknum eru þessi lið:

Atalanta, Ítalíu
Atlético Madrid, Spáni
Chelsea, Englandi
Dortmund, Þýskalandi
Lyon, Frakklandi
Napoli, Ítalíu
Real Madrid, Spáni
Tottenham, Englandi

Leikir í sextán liða úrslitum eru spilaðir 18.-26. febrúar og 10.-18. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert