Hágrét á blaðamannafundi Real

Reinier grét á blaðamannafundi í dag.
Reinier grét á blaðamannafundi í dag. AFP

Spænska knatt­spyrnu­fé­lagið Real Madríd keypti hinn 18 ára gamla Reinier frá Flamengo í Bras­il­íu í síðasta mánuði. Tán­ing­ur­inn skrif­aði und­ir sex ára samn­ing við Real, en hann var kynntur til félagsins á blaðamannafundi í dag. 

Reinier er hæstánægður með að vera kominn til eins stærsta félags Evrópu og hann barðist við tilfinningarnar á blaðamannafundinum. „Það er draumur að spila fyrir Real Madríd. Þetta er draumur fyrir mig og fjölskylduna mína. Ég hef alltaf haldið með Real og ég er gríðarlega þakklátur,“ sagði hann, áður en tárin fóru að streyma. 

„Ég er rosalega ánægður og þakklátur og ég vil þakka föður mínum sérstaklega. Hann er hetjan mín,“ sagði Brasilíumaðurinn ungi grátandi. 

Fram­herj­inn ungi byrj­ar að æfa og spila með varaliði Real. Reiner hef­ur skorað sex mörk í fjór­tán leikj­um fyr­ir Flamengo í efstu deild Bras­il­íu. Þá hef­ur hann leikið með yngri landsliðum þjóðar­inn­ar og m.a. skorað fimm mörk í tíu leikj­um með U17. 

mbl.is