Á leið í næstbesta lið Noregs?

Alfons Sampsted í leik með 21 árs landsliðinu.
Alfons Sampsted í leik með 21 árs landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Alfons Sampsted er á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Bodø/Glimt eftir að félagið komst að samkomulagi við Norrköping í Svíþjóð um kaupverð á bakverðinum. Fótbolti.net greinir frá. 

Leikmaðurinn og félagið eiga enn eftir að semja um kaup og kjör, en Alfons lék æfingaleiki með Bodø/Glimt í síðasta mánuði. Liðið hafnaði í öðru sæti norsku deildarinnar á síðustu leiktíð og mun því spila í undankeppni Evrópudeildarinnar í sumar.  

Al­fons lék með Breiðabliki áður en hann var keypt­ur til Norr­köp­ing árið 2017. Hon­um gekk illa að festa sig í sessi hjá Norr­köp­ing og var hann þríveg­is lánaður í sænsku neðri deild­irn­ar; tvisvar til Sylvia og einu sinni til Landskrona. 

Hann var svo lánaður aft­ur til Breiðabliks seinni hluta síðasta sum­ars og skoraði eitt mark í átta deild­ar­leikj­um. Alfons lék sína fyrstu A-landsleiki gegn Kanada og El Salvador í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert