Væntanlega leikið fyrir luktum dyrum vegna veirunnar

Stuðningsmenn fá ekki að sjá Inter og Ludogorets mætast á …
Stuðningsmenn fá ekki að sjá Inter og Ludogorets mætast á fimmtudag. AFP

Leikur Inter Mílanó og Ludogorets sem fram fer í Evrópudeildinni í fótbolta á fimmtudag verður væntanlega lokaður almenningi vegna kór­ónu­veirunn­ar sem hefur herjað á norðurhluta Ítalíu síðustu daga. 

Leik Inter og Sampdoria, sem átti að fara fram á heimavelli Inter í gær, var frestað vegna veirunnar. Skólum og fyrirtækjum í Mílanóborg hefur verið lokað, en almenningssamgöngur hafa gengið áfram. 

Rúmlega 600 stuðningsmenn Ludogorets höfðu keypt miða á leikinn og voru væntanlegir frá Búlgaríu.

Næstkomandi sunnudag mætast Juventus og Inter í toppslag í Tórínó og munu forráðamenn ítölsku deildarkeppninnar funda um hvort hann verði einnig spilaður fyrir luktum dyrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert