Spilaði með Ronaldo en valdi Messi

Kaká var einn besti leikmaður heims á sínum tíma.
Kaká var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. AFP

Brasilíumaðurinn Kaká segir Messi betri leikmann en Cristiano Ronaldo, þótt hann hafi spilað með Ronaldo hjá Real Madríd frá 2009 til 2013. 

„Ég spilaði með Ronaldo og hann er magnaður en ég myndi frekar velja Messi,“ sagði Kaká  þegar hann svaraði spurningum aðdáanda á instagramsíðu FIFA. „Hann er snillingur og með ótrúlega hæfileika,“ bætti hann við um Messi.

„Messi og Ronaldo eru báðir á meðal fimm bestu leikmanna sögunnar og við erum heppin að þeir séu uppi á sama tíma,“ sagði Kaká, sem var valinn besti leikmaður heims árið 2007.

mbl.is