Fyrrverandi stjóri Real og Barcelona látinn

Radomir Antic.
Radomir Antic. Reuters

Radomir Antic, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid og Barcelona, er látinn 71 árs að aldri. 

Antic er annar af tveimur sem stýrt hafa báðum þessum íþróttarisum í knattspyrnunni. En hann stýrði einnig Atlético Madrid og gerði liðið að bikarmeisturum 1996. Hann stýrði Real frá 1991-1992 og Barcelona árið 2003. 

Antic fæddist í gömlu Júgóslavíu árið 1948 og var landsliðsþjálfari Serbíu 2008-2010. 

Á leikmannaferlinum spilaði hann með Partizan í Belgrað, Fenerbahce í Tyrklandi, Real Zaragoza á Spáni og Luton Town á Englandi. 

mbl.is