Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar færður

Liverpool er ríkjandi Evrópumeistari.
Liverpool er ríkjandi Evrópumeistari. AFP

UEFA stefnir að því að klára Meistaradeild Evrópu í ágúst, en leikurinn átti upprunalega að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi 30. maí. Nú er hins vegar líklegt að leikurinn verði færður til annarrar borgar miðsvæðis í Evrópu þar sem kostnaðarsamt er að láta leikinn fara fram í Tyrklandi. 

Verður leikið fyrir luktum dyrum og hafa áhrif kórónuveirunnar á efnahag UEFA og aðildarfélaga sambandsins mikið að segja um ákvörðunina. Hefur Lisbon, höfuðborð Portúgals, verið nefnd til sögunnar sem mögulegur vettvangur fyrir úrslitaleikinn. 

New York Times greindi frá. Greinir bandaríski miðillinn einnig frá því að úrslitaleikurinn fari fram í Istanbúl í náinni framtíð þegar áhorfendur verða leyfðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert