Sektaður fyrir að fara í klippingu

Jadon Sancho.
Jadon Sancho. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Jadon Sancho hefur verið sektaður af þýsku deildinni fyrir að hafa farið í hárgreiðslu og brotið gegn tilmælum yfirvalda vegna kórónuveirunnar. Sancho hafði birt ljósmyndir á samfélagsmiðlum af sér og félögum sínum í klippingu en þeir voru ekki með hlífðargrímur.

Í yfirlýsingu frá deildinni segir að þeir Sancho og Manuel Akanji, liðsfélagar hjá Dortmund, hafi verið sektaðir fyrir brot gegn sóttvarnarreglum. Þessi úrskurður kemur í kjölfar þess að þýska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Sancho ekki fyrir minnast George Floyd um helgina með því að vera í bol innanundir keppnistreyjunni með skilaboðum á.

Sancho og fleiri leikmenn minntust Floyd með tákn­ræn­um hætti en hann var drep­inn af lög­reglu­manni sem kraup á hálsi hans og þrengdi þannig að önd­un­ar­vegi hans þangað til hann kafnaði. Mikl­ar óeirðir hafa verið í Banda­ríkj­un­um und­an­farna daga vegna at­b­urðar­ins þar sem fólk mót­mæl­ir ít­rekuðum dráp­um á svörtu fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert