Kempurnar framlengja við meistarana

Gianluigi Buffon
Gianluigi Buffon AFP

Knattspyrnukempurnar Gianluigi Buffon og Georgio Chiellini hafa framlengt saming sinn við ítalska meistaralið Juventus um eitt ár. Þeir hafa samanlagt verið á mála hjá félaginu í 33 ár.

Buffon er 43 ára markvörður en hann gekk til liðs við Juventus árið 2001 og hefur spilað 656 leiki með liðinu í öllum keppnum en hann var í eitt ár hjá franska liðinu PSG, á síðustu leiktíð. Varnarmaðurinn Chiellini hefur verið hjá Juventus samfellt frá árinu 2005 en hann er orðinn 35 ára gamall.

Juventus er á toppi ítölsku efstu deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir en liðið er með 69 stig, fjórum stigum á undan Lazio. Liðið hefur orðið ítalskur meistari átta ár í röð.

Mario Balotelli og Giorgio Chiellini.
Mario Balotelli og Giorgio Chiellini. AFP
mbl.is