Náðu að bjarga sér frá falli

Svíinn Ludwig Augustinsson kemur Bremen í 2:1 á 90. mínútu …
Svíinn Ludwig Augustinsson kemur Bremen í 2:1 á 90. mínútu í Heidenheim í kvöld og engu skipti þó heimamenn jöfnuðu metin rétt á eftir. AFP

Werder Bremen tókst að forða sér  frá falli úr þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Heidenheim, á útivelli í seinni umspilsleik liðanna, 2:2.

Liðin skildu líka jöfn, 1:1, í fyrri leiknum í Bremen og einvígið endaði því 3:3 en Bremen heldur sæti sínu á fleiri mörkum á útivelli. Liðið komst tvisvar yfir og Heidenheim jafnaði rétt áður en flautað var af í lokin og náði því ekki að ógna frekar.

Bremen hafnaði í þriðja neðsta sæti 1. deildar en Heidenheim í þriðja sæti B-deildar, á eftir Arminia Bielefeld og Stuttgart. Þar með fóru tvö lið upp að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert