Framlengdi í Kaupmannahöfn

Ragnar Sigurðsson í landsleik gegn Frökkum.
Ragnar Sigurðsson í landsleik gegn Frökkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við danska liðið FC København. 

Félagið greindi frá þessu í dag og mun samningurinn gilda fram á sumar á næsta ári 2021. 

Ragnar gekk á árinu aftur til Kaupmannahafnar og kom frá Rostov í Rússlandi. Ragnar lék með FC København á árunum 2011 - 2014. 

mbl.is