Sá launahæsti fer frítt frá Manchester United

Sí­lemaður­inn Al­ex­is Sánchez gengur endanlega í raðir Inter á morgun.
Sí­lemaður­inn Al­ex­is Sánchez gengur endanlega í raðir Inter á morgun. AFP

Ítalska knatt­spyrnu­fé­lagið In­ter Mílanó og Manchester United á Englandi hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að Sí­lemaður­inn Al­ex­is Sánchez gangi í raðir ít­alska fé­lags­ins á frjálsri sölu. Skiptin verða formlega tilkynnt á morgun samkvæmt heimildum BBC.

Sánchez er 31 árs og lék með In­ter að láni frá United á leiktíðinni. Náði hann sér ekki á strik með United eft­ir fé­lags­skipti frá Arsenal 2018. Hann var á him­in­há­um laun­um hjá United og hef­ur In­ter samþykkt að borga hon­um sömu laun gegn því að hann komi á frjálsri sölu.

Sánchez skoraði aðeins fimm mörk í 45 leikj­um með United, en hann var einn besti leikmaður Arsenal í ár­araðir áður en leiðin lá til Manchester. Spilaði hann 28 leiki með In­ter á leiktíðinni og skoraði fjög­ur mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert