Heimir bað um Luis Suárez

Luis Suárez fyrir miðju.
Luis Suárez fyrir miðju. AFP

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og núverandi þjálfari Al Arabi, hefur beðið forráðamenn félagsins um að reyna klófesta knattspyrnustjörnuna Luis Suárez.

Blaðamaður beIN Sports í Katar, Mitch Freeley, sagði frá því á dögunum að félagið hefði áhuga á Úrúgvæanum sem hefur átt farsælan feril með bæði Barcelona og Liverpool. Nú hefur Freeley bætt við að fyrirspurnin um leikmanninn hafi komið frá Heimi sjálfum.

Forráðamenn félagsins hafa því sett sig í samband við umboðsmann Suárez sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Barcelona en hann hefur spilað þar síðan 2014. Hann er orðinn 33 ára, hef­ur orðið spænsk­ur meist­ari fjór­um sinn­um og unnið Meist­ara­deild Evr­ópu einu sinni og á líka 113 lands­leiki fyr­ir Úrúg­væ, skorað í þeim 59 mörk.

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is