Juventus tapaði aftur stigum

Andrea Pirlo stýrir Juventus.
Andrea Pirlo stýrir Juventus. AFP

Juventus tapaði stigum í annað skipti á leiktíðinni í ítölsku A-deildinni í fótbolta er liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Crotone í kvöld, 1:1. 

Simy kom Crotone yfir strax á 12. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Leonardo Bonucci gerðist brotlegur innan teigs. Níu mínútum síðar jafnaði Álvaro Morata og urðu mörkin ekki fleiri, þrátt fyrir að Federico Chiesa í liði Juventus hafi fengið rautt spjald á 60. mínútu. 

Cristiano Ronaldo lék ekki með Juventus í kvöld þar sem hann er í einangrun í kjölfar þess að hann greindist með kórónuveiruna. 

Juventus er með átta stig eftir fjóra leiki og í þriðja sæti, einu stigi á eftir Atalanta í öðru og fjórum á eftir AC Milan. 

Andrea Pirlo tók við stjórn Juventus fyrir tímabilið. Eiga Ítalíumeistararnir leik við Dynamo Kíev í Meistaradeildinni á þriðjudaginn kemur. 

mbl.is