Rashford hetjan gegn Frakklandsmeisturunum

Marcus Rashford fagnar sigurmarki sínu gegn PSG í Frakklandi í …
Marcus Rashford fagnar sigurmarki sínu gegn PSG í Frakklandi í kvöld. AFP

Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United þegar liðið heimsótti PSG í H-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Parc Des Princes í París í Frakklandi í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri United en Rashford skoraði sigurmark leiksins á 87. mínútu leiksins.

Bruno Fernandes kom Manchester United yfir miðjan fyrri hálfleikinn eftir vítaspyrnu en hann brenndi af fyrstu spyrninni.

Antonio Lahoz, dómari leiksins, lét Fernandes endurtaka spyrnuna þar sem Keylor Navas stóð ekki á línunni og Fernandes gerði engin mistök.

Anthony Martial varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 55. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu Angel Di María í eigið net.

Það virtist allt stefna í jafntefli þegar Rashford fékk boltann utarlega í teignum, lét vaða, og boltinn fór í stöngina og inn.

United fer með sigrinum í efsta sæti riðilsins og er með 3 stig, líkt og RB Leipzig sem vann 2:0-sigur gegn Istanbul Basaksheir í Þýskalandi, þar sem Angelino skoraði bæði mörk leiksins.

PSG er hins vegar án stiga, líkt og Istanbul Basaksheir.

Neymar sækir að Scott McTominay og Fred í París í …
Neymar sækir að Scott McTominay og Fred í París í kvöld. AFP
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

PSG 1:2 Man. Utd opna loka
90. mín. +3 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is